30 ár fyrir að myrða skokkara

Wikipedia

Breskur karlmaður var í dag dæmdur í 30 ára fangelsi í borginni Nimes í Frakklandi fyrir að hafa myrt unga konu árið í janúar 2013. Konan, hin 34 ára gamla Jouda Zammit, hafði farið út að skokka en skilaði sér síðan ekki heim aftur. 

Fram kemur í frétt AFP að maðurinn, Róbert Plant, hafi verið ákærður fyrir morðið eftir að lík Zammits fannst hálf nakið. Hún hafði verið skorin á háls og andlit hennar afskræmt með grjóti og klippum. Plant bjó ásamt móður sinni skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Ákæruvaldið fór fram á lífstíðardóm. Reynslulausn kemur ekki til álita fyrr en eftir 20 ár.

Zammit lét eftir sig þrjú börn sem nú eru 14 ára, 11 ára og sjö ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert