Ekkert ofbeldi í guðs nafni

„Aðeins friður er heilagur og ekki er hægt að beita ofbeldi í nafni Guðs, því það myndi vanvirða hans nafn,“ sagði Frans páfi í ræðu sem hann hélt við komu sína til Egyptalands í dag. Páfi hvatti til umburðarlyndis. Hann sagði að alltaf ætti að virða mannréttindi, skilyrðislaust.

Heimsókn Frans til Egyptalands mun standa í 27 klukkustundir. Tilgangurinn er að hvetja til samtals milli múslima og kristinna en kristnir í Egyptalandi eru minnihlutahópur sem hefur ítrekað orðið fyrir árásum.

Páfinn sagði að koma yrði í veg fyrir að peningar og vopn streymdu til þeirra sem hvettu til ofbeldis og beittu því. 

Frans lenti í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, snemma í morgun. Hann átti í kjölfarið fund með forsetanum Abdel Fattah al-Sisi og Ahmed al-Tayeb, leiðtoga múslima í landinu.

Síðar í dag mun hann heimsækja kirkju sem var sprengd í desember.

Frans páfi og Sheikh Ahmed al-Tayeb, leiðtogi múslima, heilsast á …
Frans páfi og Sheikh Ahmed al-Tayeb, leiðtogi múslima, heilsast á fundi sínum í Egyptalandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert