Misheppnað eldflaugaskot í Norður-Kóreu

AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu upp eldflaug í dag en eldflaugaskotið mistókst nokkrum sekúndum síðar samkvæmt frétt AFP. Bandarísk hermálayfirvöld hafa staðfest að eldflaugaskotið hafi átt sér stað og ennfremur að flaugin hafi ekki farið út fyrir yfirráðasvæði Norður-Kóreu. Ekki liggur fyrir um hvers konar eldflaug var að ræða.

Haft er eftir Dave Benham, talsmanni herstjórn Bandaríkjanna í Kyrrahafi, í frétt AFP að orðið hefði vart við eldflaugaskotið sem hafi átt sér stað við Pukchang-flugvelli í Norður-Kóreu. „Eldflaugin fór ekki út fyrir yfirráðasvæði Norður-Kóreu. Fram kemur í fréttinni að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um eldflaugaskotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert