Öflugur jarðskjálfti við Filippseyjar

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,8 stig átti sér stað út af strönd Filippseyja í kvöld. Viðvörun kom í kjölfarið um að hætta væri á flóðbylgju en henni var síðan aflétt. 

Fram kemur í frétt AFP að engar fréttir hafi borist um mann- eða eignatjón vegna jarðskjálftans sem skók héraðið Mindanao í suðurhluta landsins.

Upptök jarðskjálftans urðu á 41 kílómetra dýpi um 700 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Manila klukkan 20 20:23 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert