Snúið við vegna neyðarástands

American Airlines.
American Airlines. AFP

Farþegaþotu American Airlines, sem var á leið frá Manchester í Englandi til New York í Bandaríkjunum, var snúið við í morgun eftir að neyðarástand kom upp. 

Mjög fáar fréttir hafa borist af því hvað olli því að neyðarástandi hafi verið lýst yfir en vélin er lent í Manhcester, hálftíma eftir að hún fór í loftið frá sama flugvelli. Samkvæmt færslu Airlive á Twitter var þotunni snúið við vegna máli tengdu viðhaldi.

Samkvæmt flugáætlun átti vélin, sem fór í loftið klukkan 10:15, að lenda á JFK flugvellinum í New York síðdegis en flug á milli Englands og New York tekur sjö klukkustundir.

Frétt RT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert