Erdogan lokaði á Wikipedia

Ekki er hægt að skoða Wikipedia í Tyrklandi í dag …
Ekki er hægt að skoða Wikipedia í Tyrklandi í dag nema með krókaleiðum. mbl.is

Stjórnvöld í Tyrklandi lokuðu á aðgang að alfræðiorðabókinni Wikipedia á netinu í dag. Ekki hafa verið gefnar skýringar á athæfinu að sögn mannréttindasamtaka sem tilkynntu málið.

Wikipedia er alfræðiorðabók sem notendur uppfæra og lagfæra. Lokað var á aðgang að öllum útgáfum bókarinnar, á öllum tungumálum, í Tyrklandi. Upp komst um lokunina kl. 5 að íslenskum tíma í morgun. Ljóst er að tyrknesk stjórnvöld fyrirskipuðu lokunina, að sögn mannréttindasamtakanna Turkey Blocks.

 Samtökin segja að ekki sé leyfilegt að skerða upplýsingafrelsi með þessum hætti án dómsúrskurðar. Hann verði að veita innan skamms svo lokunin standi.

Einhverjir telja að lokunin stafi af því að uppfærslur hafa verið gerðar á síðunni varðandi ævi og störf Erdogans forseta. Hann hafi ekki kunnað við slíkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert