Lítil flugvél brotlenti í Svíþjóð

Wikipedia

Tveir karlmenn eru alvarlega slasaðir eftir að lítil flugvél sem þeir voru í brotlenti skammt frá þorpinu Älvsbyn í norðurhluta Svíþjóðar í dag. Annar mannanna er talinn í lífshættu samkvæmt frétt á fréttavefnum Thelocal.se.

Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús í bænum Sunderby þar sem þeim var komið fyrir á gjörgæsludeild. Flugvélin hafði tiltölulega nýlega farið á loft þegar hún hrapaði.

Haft er eftir björgunarsveitarmanninum Per-Erik Nilsson að flugvélin hafi hrapað með nefið nánast beint niður á við. Ekki liggur fyrir hvað olli því að vélin hrapaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert