Stríðsglæpanefndin tekur brátt til starfa

Átökin í Sýrlandi hafa kostað fjölda lífið og þá eru …
Átökin í Sýrlandi hafa kostað fjölda lífið og þá eru milljónir á vergangi. AFP

Ný nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem er ætlað bera kennsl á einstaklinga sem hafa gerst sekir um voðaverk í Sýrlandi, mun hefja störf innan tíðar. Um er að ræða mikilvægt skref í átt að því að láta stríðsglæpamenn axla ábyrgð á gjörðum sínum.

Að sögn Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindastjóra SÞ, verður formaður nefndinnar skipaður á næstunni en sá verður mikilsvirtur dómari eða alþjóðlegur lögfræðingur. Búið er að fjármagna verkefnið til hálfs en kostnaður við það er áætlaður 13 milljarðar dala.

Stofnun nefndarinnar, sem var samþykkt á alsherjarþinginu í desember sl., hefur verið fordæmd af stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, sem segir um að ræða óásættanlegt inngrip í málefni landsins.

Stuðningsmenn segja hana hins vegar nauðsynlega þar sem Rússland og Kína, bandamenn Sýrlandsstjórnar, hafa ítrekað beitt neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að átökunum í landinu væri vísað til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag.

Nefndin mun vinna með sönnunargögn frá rannsóknarnefnd um Sýrland auk vitnisburða og gagna sem hafa verið tekin saman af ýmsum hópum og samtökum. Það kemur í hennar hlut að freista þess að finna þá sem staðið hafa að stríðsglæpum í átökunum í landinu og, ef mögulegt reynist, vísa málum þeirra til viðeigandi dómstóla.

Með vopnið við höndina.
Með vopnið við höndina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert