Nektarmyndir fyrir dómstóla

Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge.
Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge. AFP

Réttarhöld yfir sex fulltrúum fjölmiðla sem birtu nektarmyndir af Kate Middleton árið 2012 hefjast í dag. Myndirnar voru teknar af Middleton þegar hún var berbrjósta í fríi með eiginmanni sínum Vilhjálmi prins í Frakklandi.

Myndirnar birtust í tímaritunum Closer og ollu miklum usla í Bretlandi. Myndirnar voru teknar með aðdráttarlinsu af Kate á brjóstunum og einnig Vilhjálmi að bera sólarvörn á rassinn á Middleton. Fljótlega eftir birtingu bönnuðu franskir dómstólar frekari birtingar á myndunum.

Tveir ljósmyndarar eru grunaðir um að taka myndirnar en þeir hafa ávallt neitað sök. Blaðið Closer hefur alltaf neitað að gefa upp hvaða ljósmyndarar tóku umræddar myndir. Auk ljósmyndaranna tveggja mættu fyrir dómstóla ritstjóri Closer og einnig framkvæmdastjóri Mondadori-hópsins sem á tímaritið. 

Ekki er búist við að hjónin mæti þegar málið verður tekið fyrir í Nanterra sem er úthverfi Parísar.

Talsmaður konungshallarinnar vildi ekki tjá sig við fljölmiðla þegar AFP leitaði eftir því.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert