Unga gáfnaljósið tekur völdin

Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands. AFP

Emm­anu­el Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, er yngst­ur til þess að gegna því embætti. Hann er einnig sá fyrsti sem ekki kem­ur úr röðum sósí­al­ista eða re­públi­kana frá stofn­un fimmta lýðveld­is­ins árið 1958. Hug­sjón­ir hans voru aft­ur á móti ekki á sviði stjórn­mála hér áður held­ur dreymdi hann um að verða rit­höf­und­ur og átti vænt­an­lega ekki von á því að hann myndi enda í Élysée-höll.

Fyrstu tölur benda til þess að hann hafi hlotið yfir 65% atkvæða. Andstæðingur hans, Marine Le Pen, hefur játað sig sigraða. 

En hver er Macron? 

Gam­all skóla­bróðir hans, Antoine Margu­et, minn­ist Macron sem vel gefins lestr­ar­hests. Macron las klass­ísk­ar fransk­ar bók­mennt­ir og skrifaði ljóð og sög­ur strax á unglings­ár­un­um.

„Emm­anu­el Macron hef­ur alltaf verið öðru­vísi,“ seg­ir Margu­et. Þegar aðrir sátu og horfðu á sjón­varpið sat hann og las. „Hann var í raun­inni jafn­ingi kenn­ar­anna. Gríðarlega vel gef­inn og fór lengra, hærra og hraðar en aðrir.“

Emmanuel Macron er 39 ára. Hann var í dag kjörinn …
Emmanuel Macron er 39 ára. Hann var í dag kjörinn forseti Frakklands. AFP

Ljóst má vera að leik­list­ar­kenn­ar­inn hans, Brigitte Trog­neux, sá hann á þann hátt. „Hann var öðru­vísi en all­ir aðrir. Hann var ekki ung­ling­ur. Hann átti sam­leið á jafn­inga­grunni með full­orðnum,“ seg­ir hún en síðar varð hún eig­in­kona hans. Þegar þarna var komið var hann 16 ára og hún fer­tug gift þriggja barna móðir. Hann fór til Par­ís­ar til þess að halda áfram námi þar, þess full­viss að hann myndi ganga í hjóna­band með henni síðar.

Þau töluðu sam­an í síma dag­lega. Smátt og smátt yf­ir­vann hann all­ar varn­irhenn­ar,  eða eins og hún lýs­ir því sjálf; hann sannaði að þol­in­mæði þraut­ir all­ar vinn­ur. 

Brigitte Trog­neux yf­ir­gaf eig­in­mann­inn og hóf ástar­sam­band við Macron. Þau gengu í hjóna­band árið 2007. Síðan þá hafa þau búið í Par­ís ásamt börn­um henn­ar þrem­ur. Allt fram að stofn­un En Marche! fyr­ir ári fór lítið fyr­ir Trog­neux en í kosn­inga­bar­átt­unni und­an­farna mánuði hef­ur hún leikið lyk­il­hlut­verk í þágu eig­in­manns­ins. Hún seg­ist sjálf vera for­seti aðdá­enda­klúbbs hans og mæt­ir mjög oft með hon­um á op­in­ber­ar sam­kom­ur.

Emmanuel Macron ásamt eiginkonu sinni, Brigitte Trogneux.
Emmanuel Macron ásamt eiginkonu sinni, Brigitte Trogneux. AFP

Þrátt fyr­ir að hafa ætlað sér að verða rit­höf­und­ur út­skrifaðist Macron frá Sciences Po-há­skól­an­um í Par­ís, sem er afar vin­sæll meðal heldra fólks í Frakklandi. Macron lauk þar MA-námi í al­manna­tengsl­um og árið 2004 lauk hann námi frá École nati­onale d'a­dm­in­istrati­on (ENA), sem er einn virt­asti skóli Frakk­lands. Macron er fjórði franski for­set­inn sem lýk­ur þaðan námi.  

Að námi loknu starfaði hann hjá hinu op­in­bera, meðal ann­ars fjár­málaráðuneyt­inu. Þaðan lá leið hans í fjár­mála­geir­ann og starfaði hann hjá fjár­fest­ing­ar­banka­sviði Rothschild & Cie-bank­ans til árs­ins 2012 er hann hóf störf fyr­ir þá ný­kjör­inn for­seta Franço­is Hollande, fyrst sem aðstoðarmaður en síðar sem ráðherra efna­hags­mála.

Stuðningsmenn Macrons fögnuðu gífurlega er úrslit forsetakosninganna urðu ljós.
Stuðningsmenn Macrons fögnuðu gífurlega er úrslit forsetakosninganna urðu ljós. AFP

Macron var ákaf­lega óvin­sæll meðal hefðbund­inna vinstrimanna enda þóttu skoðanir hans of hall­ar und­ir frjáls­hyggju og taka hags­muni fyr­ir­tækja fram yfir verka­lýðinn. Sjálf­ur hef­ur Macron lýst sér sem frjáls­lynd­um fé­lags­hyggju­manni og í raun al­gjörri and­stöðu helsta and­stæðings­ins Mar­ine le Pen, sem aðhyllt­ist þjóðern­is­hug­sjón­ir, er and­stæðing­ur alþjóðavæðing­ar og and­snú­in komu inn­flytj­enda til Frakk­lands.

Á köldu apríl­kvöldi í fyrra komu nokk­ur hundruð manns sam­an í bæ skammt fyr­ir utan París. Flest­ir voru vin­ir eða tengd­ir aðalræðumanni kvölds­ins, Emm­anu­el Macron, fjöl­skyldu­bönd­um. 

Einn lýsti því sem að vera viðstadd­ur brúðkaup, lít­ill sal­ur, til­finn­ing­ar og ræða. En í raun var það miklu frek­ar fæðing  - En Marche! (sem hægt er að þýða sem Hreyf­ing­in!) varð að veru­leika.

Fyrstu tölur benda til þess að Emmanuel Macron hafi hlotið …
Fyrstu tölur benda til þess að Emmanuel Macron hafi hlotið yfir 65% atkvæða í kosningunum. AFP

Ekki höfðu all­ir fyrrverandi fé­lag­ar Macron meðal vinstrimanna trú á stjórn­mála­brölti hans og töldu flokk­inn eiga aðeins eitt fram und­an - að leggja upp laup­ana. Einn af sam­ráðherr­um Macron lét tengil á lagið I Walk Alone fylgja frétt um stofn­un En Marche! En und­an­farna mánuði hef­ur orðið ljóst að Macron geng­ur ekki einn og þrátt fyr­ir van­trú margra á getu hans fyr­ir ári er nú ljóst að Macron verður forseti Frakklands, 39 ára að aldri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert