Bjóða Brútus og Júdas sig fram?

Fyrrverandi ráðherrar, Manuel Valls og Emmanuel Macron.
Fyrrverandi ráðherrar, Manuel Valls og Emmanuel Macron. AFP

Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra sósíalista, segir Sósíalistaflokkinn dauðan í núverandi mynd og segist sjálfur vilja fara fram fyrir flokk Macron, nýkjörins forseta Frakklands. „Ég vona fyrir hönd Frakklands að Brútus og Júdas sækist ekki eftir tilnefningu,“ segir fyrrverandi flokksbróðir Valls, Alexis Bachelay þingmaður sósíalista. 

Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte Trogneux.
Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte Trogneux. AFP

Valls var forsætisráðherra þegar Macron var ráðherra efnahagsmála en sagði af sér ráðherraembætti þegar hann sóttist eftir því að verða forsetaframbjóðandi sósíalista. En flokkurnn hafnaði honum og valdi Benoît Hamon þess í stað. Hamon naut lítils stuðnings í fyrri umferðinni og fékk aðeins 6,36% atkvæða. Er talið að þar hafi skipt miklu að forystumenn í flokknum líta á hann sem svartan sauð í hjörðinni og telja margir að hann eigi meiri samleið með Jean-Luc Mélenchon, sem er talinn öfgamaður á vinstri væng stjórnmálanna en eigin flokksbræðrum. 

Valls var með þeim fyrstu til að lýsa yfir stuðngin við Macron í kosningabaráttunni og hefur eins og áður sagði nú óskað eftir því að verða frambjóðandi La République en marche í þingkosningum í næsta mánuði. 

Emmanuel Macron og François Hollande.
Emmanuel Macron og François Hollande. AFP

Talsmaður En Marche - sem mun breyta um nafn innan skamms (La République en marche) Benjamin Griveaux, tók fréttum af beiðni Valls fremur fálega í morgun og sagði að hann yrði að senda inn beiðni um að verða frambjóðandi flokksins líkt og allir aðrir. Hann fengi enga sérmeðferð þrátt fyrir að vera fyrrverandi forsætisráðherra. 

Í gærkvöldi var sýnd heimildarmynd í frönsku sjónvarpi um kosningabaráttu Macron og er sögumaður fluga á vegg. Þar er sýnt myndbrot frá því í desember í fyrra þar sem Macron lýstir aðgerðum Valls í garð forseta Frakklands, François Hollande, sem raunuverulegum svikum en þá hafði Hollande nýverið tilkynnt um að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til endurkjörs.

Þar er haft eftir Macron að á sama tíma og hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina hafi Valls haldið áfram að sitja í ríkisstjórninni og knésett forsetann innan frá. „Ef það er svikari, einhver sem hefur beint hlaupinu að Hollande þá er það Valls,“ er haft eftir Macron í heimildarmyndinni. 

François Bayrou formaður MoDem.
François Bayrou formaður MoDem. AFP

Það er því alls óvíst hvort Valls verður einn af frambjóðendum La République en marche í kosningunum í júní þegar kosið verður um öll 577 sætin í neðri deild þingsins.

Macron hefur sagt að hann vilji brjóta upp múra á milli hefðbundinna flokkslína í Frakklandi þegar ráðherra verða valdir og eru ýmsir nefndir til sögunnar. Að sögn Macron hefur hann þegar valdið forsætisráðherraefni sitt en hefur ekki gefið það upp. Hafa ýmis nöfn komið upp varðandi næstu ríkisstjórn Frakklands.

Anne-Marie Idrac.
Anne-Marie Idrac. Wikipedia

Til að mynda nafn núverandi forseta Hollande, miðjumaðurinn François Bayrou hefur einnig verið nefndur. Mörgum finnst líklegt að varnarmálaráðherrann Jean-Yves Le Drian verði næsti forsætisráðherra eða Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóri WTO. Jafnframt eru tvær konur taldar líklegar, Sylvie Goulard, sem er þingmaður miðjuflokks Bayrou, MoDem og Anne-Marie Idrac, fyrrverandi samgönguráðherra.

Sylvie Goulard.
Sylvie Goulard. Wikipedia/Legermi

Ólíklegt þykir að hreyfing Macron, sem ekki er einu sinni búið að skrá formlega sem stjórnmálaflokk, fái meirihluta á þingi og því líklegt að samsteypustjórn taki við í Frakklandi innan tíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert