Trump vopnavæðir Kúrda

Liðsmenn uppreisnarsamtakanna SDF
Liðsmenn uppreisnarsamtakanna SDF AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að vopnavæða Kúrda til að berjast gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Kúrdar munu reyna að ná borginni Raqqa á sitt vald úr klóm Ríki íslam. BBC greinir frá. 

Bandaríkjamenn segjast hafa vera meðvitaðir um að Tyrkir hafi óttast að þeir myndu vopnavæða uppreisnarsamtökin SDF sem er skipað Kúrdum, segir í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Tyrkir telja Kúrda hryðjuverkamenn og hafa reynt að ráða niðurlögum þeirra í Sýrlandi.   

Átök geisa nú í borginni Tabqa sem er um 50 kílómetra frá borginni Raqqa í Sýrlandi. 

Samkvæmt heimildum BBC er um að ræða ýmis konar vopn og tæki, meðal annars vélbyssur, jarðýtur og brynvarin ökutæki. Sami heimildarmaður fullyrti að Bandaríkjamenn fengju vopnin aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert