Enginn sérstakur saksóknari

Sarah Huckabee Sanders á blaðamannafundi síðdegis í dag.
Sarah Huckabee Sanders á blaðamannafundi síðdegis í dag. AFP

Hvíta húsið hefur hafnað að verða við sífellt háværari kröfum um að skipaður verði sérstakur saksóknari til að rannsaka áhrif rússneskra stjórnvalda á niðurstöður bandarísku forsetakosninganna.

„Við teljum það óþarft,“ sagði einn talsmanna Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, eftir að uppsögn James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, tefldi rannsókn stofnunarinnar í tvísýnu.

Sanders sagði forsetann vilja að rannsóknin héldi áfram svo að hægt yrði að ljúka við hana og líta fram á veginn.

„Enginn vill að henni ljúki og að hún sé tilbúin meira en við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert