Sósíalistaflokkurinn kominn að fótum fram

Benoît Hamon, hefur boðað stofnun nýs vinstriflokks.
Benoît Hamon, hefur boðað stofnun nýs vinstriflokks. AFP

Frakkar kjósa sér nýtt þing í júní og bendir allt til þess að Sósíalistaflokkurinn eigi ekki eftir ríða feitum hesti frá þeim. Nú hefur forsetaframbjóðandi flokksins, Benoît Hamon, boðað stofnun nýs vinstriflokks. 

Hamon boðar enduruppbyggingu til vinstri en hreyfingin verði ekki stofnuð fyrr en 1. júlí. Það er eftir þingkosningar. Þangað til ætlar hann að vera í Sósíalistaflokknum en jafnvel er talið að þingmenn flokksins verði hægt að telja á fingrum annarrar handar eftir kosningar. Alls sitja 577 á franska þinginu og af þeim eru 280 þingmenn Sósíalistaflokksins.

Jean-Luc Mélenchon, sem naut stuðnings kommúnista í forsetakosningunum, hefur boðið Hamon að taka þátt í kosningabandalagi með öfgavinstri en því hefur Hamon neitað.

Innan Sósíalistaflokksins er byrjað að undirbúa brottvikningu fyrrverandi forsætisráðherra flokksins, Manuel Valls, úr flokknum í kjölfar þess að hann óskaði eftir því að fara í framboð fyrir En Marche! flokk Emmanuel Macron. Enda er honum vart vært innan flokksins eftir að hafa lýst yfir dauða hans í gær. 

<div> </div><div>Aftur á móti á eftir að koma í ljós hvort hreyfing Macrons hafi áhuga á að fá Valls sem frambjóðanda. </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert