Beittu piparúða á eldri borgara

Enn er mótmælt í Venesúela.
Enn er mótmælt í Venesúela. AFP

Eldri borgarar í Venesúela létu ekki sitt eftir liggja í mótmælum gegn ríkisstjórn forseta landsins í dag. Sumir þeirra, sem eru í hjólastól, steyttu hnefa, veifuðu prikum og hrópuðu ókvæðisorð að lögreglunni og kröfðust þess að einræðistilburðum forsetans, Nicolas Maduro, linnti.

Lögreglan þurfti að beita piparúða á um tvö þúsund mótmælendur í höfuðborginni Caracas og voru eldri borgarar á meðal þeirra. 

„Við kærum okkur ekki um einræði í landinu. Við viljum fá að eldast með reisn og fá lyf og mat og búa við frelsi,“ sagði hinn 77 ára gamli Lourdes Parra sem var íklæddur gulum og bláum fána Venesúela. 

Í sama streng tók Carlos Rivas sem er 67 ára. Hann stóð með tómt lyfjabox og veifaði því. „Ég á engin lyf því ég get ekki keypt nein fyrir ellilífeyrinn minn,“ sagði hann. 

Sjúkrahús í landinu hafa kvartað yfir því að eiga ekki til lyf fyrir skjólstæðinga sína. Efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landið og sífellt herðist sultarólin um íbúa Venesúela sem margir hverjir eiga ekki í sig og á. 

Fyrri skömmu rak Maduro heilbrigðisráðherra landsins eftir að hann gerði opinberar tölur sem sýndu að barnadauði hefði aukist um 30% í landinu síðustu tvö ár. Sömu tölur sýndu að á sama tíma hefðu um 65% fleiri mæður látist af völdum fæðinga.  

Frá því mótmælin hófust fyrir rúmum mánuði hafa að minnsta kosti 38 látið lífið. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 

Nicolas Maduro er vægast sagt mjög um­deild­ur. Sjö af hverj­um 10 íbú­um Venesúela vilja fá hann af valdastóli, sam­kvæmt skoðana­könn­un. Kjör­tíma­bili hans lýk­ur ekki fyrr en árið 2019. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert