ESB eins og Hótel Kalifornía

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Evrópusambandið gæti þurft að borga Bretum í tengslum við útgöngu Bretlands úr sambandinu en ekki öfugt. Þetta segir Boris Johson, utanríkisráðherra Bretlands, samkvæmt frétt AFP. Segist hann aðspurður telja að gild rök séu fyrir því.

Forystumenn Evrópusambandsins hafa ítrekað sagt að Bretar verði að greiða allt að 100 milljarða evra til sambandsins vilji þeir fá fríverslunarsamning við það. Þessu hafa bresk stjórnvöld harðbeitað og sagt enga skyldu til að greiða slíkt.

Evrópusambandið segir að fjármunirnir séu hugsaðir til þess að greiða fyrir skuldbindingar sem Bretar hafi tekið sér á hendur á næstu árum sem aðildarríki sambandsins. Bretar segja á móti að við útgöngu þeirra falli slíkar skuldbindingar niður.

Bresk stjórnvöld hafa bent á að hvergi sé minnst á slíkar greiðslur í ákvæði Lissabon-sáttmálans, æðstu löggjafar Evrópusambandsins, um útgöngu ríkja. Þá eigi Bretar hlutdeild í ýmsum eignum sambandsins sem þeir eigi rétt á að fá til baka.

Johnson vísar til þessara eigna. Evrópusambandið er að hans sögn að reyna að blóðmjólka Breta með kröfum sínum. Bretland gæti hins vegar hæglega sagt skilið við sambandið án þess að samningur lægi fyrir og án þess að inna slíkar greiðslur af hendi.

Sakar utanríkisráðherrann Evrópusambandið um að líta svo á að sambandið sé eins og Hótel Kalifornía. Vísar hann þar til texta samnefnds dægurlags með bandarísku hljómsveitinni The Eagles þar sem segir að hægt sé að skrá sig á hótelið en aldrei yfirgefa það. Johnson segir sambandið hafa rangt fyrir sér í þeim efnum.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...