Vilja ræða við her landsins

Mótmælendur hafa undanfarnar vikur mótmælt forseta landsins og krafist kosninga.
Mótmælendur hafa undanfarnar vikur mótmælt forseta landsins og krafist kosninga. AFP

Stjórnarandstaða Venesúela hefur biðlað til hers landsins að hefja viðræður við stjórnarandstöðuna þrátt fyrir tryggð sína við forseta landsins, Nicolas Maduro. Gríðarmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu í rúmlega einn mánuð, en þau beinast gegn forsetanum og hugmyndum hans um að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Tugir manna hafa látist í mótmælunum.

Forseti þingsins í Venesúela, sem er stýrt af stjórnarandstöðunni, biðlaði til varnarmálaráðherra landsins, Vladimir Padrino Lopez, að opna dyrnar fyrir málefnalegar viðræður andstöðunnar við herinn. Áður höfðu borist fréttir af því að forsetinn hafi fundað með varnarmálaráðherranum.

Frá mótmælum í gær.
Frá mótmælum í gær. AFP

Ástandið í landinu er mjög eldfimt, en það var áður eitt ríkasta land Rómönsku-Ameríku, en í dag er talið að verðbólgan þar muni fara yfir 720% á þessu ári. Hefur innflutningur á matvöru dregist saman um 70% á síðustu fjórum árum og efnahagur landsins dregist saman um 27%.

Forsetinn setti nýlega fram hugmynd til málamiðlana um að koma á fót 500 manna stjórnlagaþingi. Á því myndu marg­ir úr verka­manna­stétt og sveit­ar­stjórn­um eiga sæti. Hann sagði til­gang­inn þann að end­ur­skrifa stjórn­ar­skrána, án af­skipta þings­ins þar sem stjórn­ar­andstaðan fer með meiri­hluta.

Daglega verða átök milli mótmælenda og lögreglu.
Daglega verða átök milli mótmælenda og lögreglu. AFP

Sagði Maduro nauðsyn­legt að koma í veg fyr­ir „vald­arán fas­ista“ sem hann sagði að ógnaði ör­yggi lands­manna. Maduro hef­ur lengi sagt að Venesúela sé fórn­ar­lamb sam­sær­is sem Banda­ríkja­menn leiði gegn land­inu.

Stjórn­ar­andstaðan hef­ur hafnað hug­mynd­um um stjórn­lagaþing þar sem þeir sem þar myndu sitja væru ekki vald­ir í kosn­ing­um held­ur vald­ir úr röðum bænda og verka­fólks úr hópi stuðnings­manna Maduros.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert