Atvinnuleysi ekki minna síðan 1975

AFP

Atvinnuleysi í Bretlandi stendur nú í 4,6% og hefur ekki verið lægra í 42 ár. Laun hafa hins vegar ekki hækkað svo neinu nemur, sem temprar væntingar um stýrivaxtahækkun á næstunni.

1,54 milljónir manna voru atvinnulausar fyrstu þrjá mánuði ársins, 152.000 færri en í fyrra. Einstaklingum í vinnu fjölgaði á sama tíma um 122.000 og telja nú nærri en 32 milljónir.

James Smith, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu ING, segir að vegna launaþróunarinnar sé að draga úr neyslu og því sé ólíklegt að stýrivextir hækki fyrr en í fyrsta lagi 2019.

Verðbólga nam 3,5% í Bretlandi í apríl. Þá fór vísitala neysluverðs úr 2,3% í mars í 2,7% í apríl. Seðlabankinn segir aukna verðbólgu fyrst og fremst að rekja til 16% lækkunar pundsins í kjölfar ákvörðunar bresku þjóðarinnar um að ganga úr Evrópusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert