Boða til blaðamannafundar á föstudag

Julian Assange horfir út um glugga í sendiráði Ekvador í …
Julian Assange horfir út um glugga í sendiráði Ekvador í Lundúnum, þar sem hann hefur dvalið í fimm ár. AFP

Sænska ákæruvaldið hefur boðað til blaðamannafundar á föstudag þar sem farið verður yfir þróun og stöðu mála í rannsókn sænskra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Wikileaks-stofnandans Julian Assange.

Um er að ræða fyrsta blaðamannafundinn sem yfirvöld efna til frá því í september sl. en á næstunni munu sænskir dómstólar taka fyrir kröfu lögmanna Assange um að handtökuskipunin gegn honum verði felld úr gildi.

Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í Lundúnum frá 2012 til að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hann hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hann segist saklaus en óttast að verða framseldur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna, þar sem yfirvöld vilja sækja hann til saka fyrir birtingu þúsunda leyniskjala.

Samkvæmt AFP hefur Assange átta sinnum gert tilraun til að fá handtökuskipunina fellda úr gildi, án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert