Trump ræðir við fjóra sem arftaka Comey

Donald Trump Bandaríkjaforseti er með fjóra í huga sem mögulegan …
Donald Trump Bandaríkjaforseti er með fjóra í huga sem mögulegan eftirmann Comey. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er með fjóra einstaklinga í huga sem mögulegan arftaka James Comey, sem Trump rak úr starfi sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI í síðustu viku.

Reuters-fréttastofan hefur eftir Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins, að Trump hafi fundað með starfandi forstjóra FBI, Andrew McCabe, Frank Keating, fyrrverandi ríkisstjóra Oklahoma, fyrrverandi öldungadeildarþingmanninum Joe Liebermann og Richard McFeely, sem áður var hátt settur embættismaður FBI, vegna starfsins.

Banda­ríska dóms­málaráðuneytið skipaði í gær fyrr­ver­andi yf­ir­mann banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, Robert Mu­ell­er, sem sér­stak­an ráðgjafa til að hafa yf­ir­um­sjón með rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um á síðasta ári.

Mu­ell­er mun meðal ann­ars rann­saka mögu­legt leyni­makk á milli sam­starfs­manna Trumps og rúss­neskra emb­ætt­is­manna.

Dagblaðið New York Times greindi á þriðjudag frá tilvist minnisblaðs sem Comey ritaði um fund þeirra Trump, þar sem forsetinn bað hann að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa sín­um, og meintum samskiptum hans við Rússa áður en Trump tók við embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert