Vonast til að rannsókninni ljúki fljótt

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur engar áhyggjur af rannsókn á því hvort rússnesk yfirvöld hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári.

„Ítarleg rannsókn mun staðfesta það sem við vitum nú þegar. Það var ekkert leynimakk í gangi á milli fólksins sem starfaði við kosningabaráttuna mína og nokkurs erlend aðila,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni.

„Ég hlakka til að sjá þessu máli ljúka með snöggum hætti,“ sagði hann.

Forsetinn minntist ekkert á skipan fyrrverandi yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem mun hafa yfirumsjón með rannsókn dómsmálaráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert