„Ég er veikur“

Anthony Weiner, þegar hann kom fyrir dómara í dag.
Anthony Weiner, þegar hann kom fyrir dómara í dag. AFP

Fyrr­ver­andi þing­maðurinn Ant­hony Weiner játaði í dag, með tárin í augunum, að hafa sent stúlku undir lögaldri kynferðislegar myndir af sjálfum sér.

Hann verður á skrá yfir kynferðisglæpamenn og á yfir höfði sér fangavist vegna skilaboðanna sem hann sendi 15 ára stúlku á síðasta ári.

Eig­in­kona hans, Huma Abed­in sem var einn helsti aðstoðarmaður for­setafram­bjóðand­ans Hillary Cl­int­on, óskaði eft­ir aðskilnaði frá hon­um eft­ir að ásak­an­ir um að hann hefði skipst á kyn­ferðis­leg­um skila­boðum við konu birt­ust í fjöl­miðlum.

Weiner sat í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings fyr­ir Demó­krata­flokk­inn til árs­ins 2011. Hann sagði af sér eft­ir að í ljós kom að hann hefði sent 21 árs gam­alli konu klúra ljós­mynd af sjálf­um sér.

Honum var sleppt gegn tryggingu í dag en þarf að mæta aftur fyrir dómara 8. september. Talið er að hann verður dæmdur í tveggja ára fangelsi.

„Ég er veikur en það er engin afsökun,“ sagði grátandi Weiner í dómssal í dag. Hann viðurkenndi að það væri rangt að hafa sent 15 ára stúlku skilaboð um þriggja mánaða skeið snemma á síðasta ári.

Stúlkan sagði að Weiner hefði beðið hana um að afklæðast fyrir framan myndavél. Faðir hennar sagði við breska fjölmiðla í dag að hann væri ekki viss um að réttlætinu væri fullnægt. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert