Ekki spurning um hvort heldur hvenær

Kona notar fartölvu á flugvelli. Laborde segir engan efa leika ...
Kona notar fartölvu á flugvelli. Laborde segir engan efa leika á að hryðjuverkamenn muni á næstu árum nýta fartölvur til að smygla sprengjum um borð í flugvélar. AFP

Enginn vafi leikur á því að hryðjuverkamenn munu nota fartölvur til að reyna að smygla sprengju um borð í flugvél. Jean-Paul Laborde, yfirmaður hryðjuverkanefndar Sameinuðu þjóðanna segir ekki spurningu hvort þetta gærist, heldur hvenær.

Laborde ræddi við fréttamenn eftir að ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópusambandsríkjum ákváðu að banna ekki fartölvur í farangursrýmum flugvéla sem eru á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Slíkt bann er nú þegar í gildi varðandi flug frá átta ríkjum.

Laborde sagði þá að þeir vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams sem farnir væru að snúa aftur til Evrópu, eftir því sem dregur úr styrk samtakanna í Sýrlandi og Írak, að þeir eigi eftir að reynast hættulegri en þeir sem staðið hafa að fyrri árásum. Benti hann á að vígamennirnir sem snúi til baka hafi herst af áralöngum hernaði.

„Að jafnaði þá er þetta fólk mun ákveðnari og býr yfir meiri reynslu og hæfni,“ sagði Laborde við BBC. „Þrátt fyrir ferðabann, þá mun fjöldi erlendra vígamanna ná að laumast yfir landamæri og komast til baka til þessara landa, ekki hvað síst með aðstoð smyglhringja.“

Laborde kvaðst ekki vita hvort Ríki íslams hefðu hæfnina til að útbúa fartölvusprengju, en hann væri viss um að skipulögð glæpasamtök gætu búið til slíka sprengju.

Eitt, tvö eða þrjú ár kunni að líða en með notkun netsins um borð í flugvélum geti þetta orðið að veruleika fyrr. Laborde hefur áður bent á mögulegar ógnir nokkrum árum áður en þær urðu að veruleika. 

Fundur bandarískra og breskra embættismanna um fartölvuógnina, sem fór fram á miðvikudag, var haldinn að beiðni ráðamanna í ríkjum ESB eftir nýlegar fregnir af því að bandarísk yfirvöld hefðu nýjar upplýsingar um að sprengju hefði verið komið fyrir í fartölvu.

Bandarísk yfirvöld tilkynntu í mars að fartölvubann varðandi flug frá Tyrklandi, Marokkó, Jórdaníu, Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Katar og Kúveit gilti yfir öll tæki sem væru stærri en snjallsími. Bresk yfirvöld tóku í kjölfarið upp samskonar bann sem gildir fyrir flug frá sex ríkjum.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Markísa
OMNISTOR markísa til sölu: Lengd 3,50 metrar mjög góð, lítið notuð, verð kr. 75...
Stólar til sölu
Til sölu 12stk.íslenskir sterkir stólar. Verð 3000 kr, stk. uppl. 820-5181...
ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
Byrja/Start: 29/5, 26/6 - FRÍ - 4/9, 9/10, 6/11, 4/12:, 8/1: 4 vikur/weeks x 5 ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Project river
Tilkynningar
Í THE HIGH COURT OF JUSTICE Nr. CR-2016-...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Kaupmannasamtaka ...
Til leigu
Til leigu
Til leigu við Suðurlandsbraut Stórg...