Hver er konan?

Skjáskot/BBC

Vísindamenn telja sig hafa gert mikilvæga uppgötvun í því skyni að leysa ráðgátuna um hver konan var sem fannst látin, illa brunnin, rétt hjá Ísdalnum við Bergen í Noregi árið 1970.

Nýjar rannsóknir hafa verið gerðar á tönnum „Ísdalskonunnar“ og þar fundust efnaleifar sem gætu hjálpað rannsakendum að átta sig á því hvar konan ólst upp. Niðurstöðurnar benda til þess að hún sé frá svæði við landamæri Frakklands og Þýskalands.

Aukinn kraftur kom í málið eftir að blaðamenn frá norska ríkisútvarpinu NRK fóru að rannsaka málið. Blaðamennirnir, sem hafa verið að rannsaka málið í meira en ár, sögðu nýju upplýsingarnar gríðarlega mikla uppgötvun.

Sérfræðingar í norsku rannsóknarlögreglunni (Kripos) sögðu að niðurstöðurnar væru „miklu nákvæmari en þeir hefðu getað látið sig dreyma um“. Óvenjulegar kringumstæður málsins og vangaveltur yfir dularfullri fortíð konunnar hafa gert málið að mikilli ráðgátu í Noregi undanfarin 46 ár.

Lík konunnar fannst, illa brunnið, í Ísdalnum í lok nóvember árið 1970. Einhver hafði klippt alla merkimiða af fötum konunnar og allt sem gat með einhverjum hætti varpað ljósi á hver hún væri.

Lögregla fékk nokkurn fjölda vísbendinga þegar hún hóf að rannsaka málið á sínum tíma en tókst aldrei að leysa málið. Nú 46 árum síðar hefur norska lögreglan og blaðamenn NRK ákveðið að rannsaka málið á nýjan leik.

Hugsanlega frá Frakklandi

Lífsýnarannsóknir benda til þess að „Ísdalskonan“ komi frá Evrópu, hugsanlega Frakklandi. 

Eftir að hafa rannsakað tennur konunnar var búið til kort þar sem sést hvar líklegt er að konan hafi búið á unglingsárum. „Við ættum að skoða líklegustu svæðin nánar,“ sagði lögreglumaðurinn Per Angel við NRK.

Eftir rannsóknina er talið að konan hafi flutt frá austurhluta Evrópu til miðhluta álfunnar einhvern tímann á unglingsárunum. 

Ekki er vitað hversu gömul konan var þegar hún lést en samkvæmt niðurstöðum á rannsóknum er talið að hún hafi flutt rétt áður en seinni heimsstyrjöld hófst.

„Ef eitthvert skyldmenni hennar er til í DNA-gagnabönkum þá munum við finna samsvörun,“ sagði fréttamaðurinn Ståle Hansen við BBC og bætti því við að þetta væri mjög spennandi.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...