35 fórust í sjálfsmorðsárásum

Fáni Ríkis íslams fjarlægður í írösku borginni Raqa.
Fáni Ríkis íslams fjarlægður í írösku borginni Raqa. AFP

Að minnsta kosti 35 manns fórust í sjálfsmorðsárásum á herstöðvar í Bagdad, höfuðborg Íraks, og í suðurhluta landsins í nótt.

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Að sögn embættismanna særðust yfir fimmtíu manns til viðbótar.

Alls dóu 24 manneskjur og 20 særðust í árásinni í Bagdad þar sem árásarmennirnir sprengdu sig upp inni í bílum.

Í suðurhluta Íraks sprengdi árásarmaður upp faratæki sem var hlaðið sprengiefnum.

Íraskar hersveitir hafa barist við liðsmenn Ríkis íslams í borginni Mosúl undanfarna sjö mánuði. Hersveitirnar vilja endurheimta borgina, sem er sú næststærsta í Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert