5 þúsund flóttamönnum bjargað

Að minnsta kosti 5.000 flóttamönnum hefur verið bjargað úr hafi milli Líbýu og Ítalíu á síðustu þremur dögum. Strandgæslan á Ítalíu og í Líbýu hafa staðfest þetta. Um 2.900 var bjargað á fimmtudaginn og af þeim voru 2.300 fluttir til Ítalíu og 580 voru færðir til Líbýu.

Frá föstudegi til laugardagsmorguns var 2.100 manns bjargað til viðbótar en þeir flóttamenn voru á 17 bátum. Einn af þeim hafði drukknað. Þetta staðfesti ítalska strandgæslan.

Fjöldi flóttamanna til Ítalíu hefur aukist um 30% yfir sama tímabil milli ára. Alls hafa 46.000 manns flúið yfir til Ítalíu. Einn af hverjum 39 sem leggur yfir hafið í von um betra líf annars staðar en í heimalandi sínu deyr. Samkvæmt Alþjóðastofn­un­ um fólks­flutn­inga (IOM) hafa 1.244 flóttamenn látið lífið á þessu ári.

Flóttamenn sigla í átt að björgunarbát á leið til Ítalíu. …
Flóttamenn sigla í átt að björgunarbát á leið til Ítalíu. Mynd tekin 16. apríl 2017. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert