Hermenn og uppreisnarmenn létu lífið

Indverski herinn handtekur mótmælanda í Kasmír-héraði.
Indverski herinn handtekur mótmælanda í Kasmír-héraði. AFP

Tveir hermenn og tveir uppreisnarmenn létust í átökum í Kasmír-héraði við landamæri Indlands og Pakistan. Þetta staðfestir her Indlands. Átök eru tíð í héraðinu sem er skipt í tvennt. Hermenn til jafns við íbúa hafa fallið í valinn síðustu vikur.

Ásakanir hafa gengið á víxl um að friðarsamkomulag frá árinu 2003 hafi verið brotið. 

Uppreisnarhópar hafa reynt í áratugi að ná sjálfstæði héraðsins sem er und­ir stjórn Ind­lands. Bæði Pak­ist­an og Ind­land gera til­kall til svæðis­ins og hafa átök verið tíð. Yfir 500 þúsund indverskir hermenn standa vörð um svæðið. 

Í síðasta mánuði hóf ind­verski her­inn rann­sókn á ásökunum um að her­menn hafi bundið mann við jeppa­bif­reið hers­ins í Kasmír-héraði og notað hann sem mennsk­an skjöld svo mót­mæl­end­ur myndu ekki grýta bíl­inn með stein­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert