Rouhani með örugga forystu

Hassan Rouhani greiðir atkvæði sitt í kosningunum.
Hassan Rouhani greiðir atkvæði sitt í kosningunum. AFP

Hassan Rouhani, forseti Írans, er með örugga forystu á keppinaut sinn þegar helmingur atkvæða hefur verið talinn í forsetakosningunum í landinu.

Af þeim 25,9 milljónum atkvæða sem hafa verið talin hefur Rouhani hlotið 14,6 milljónir en keppinautur hans, Ebrahim Raisi, 10,1 milljón.

Þetta kom fram í ríkissjónvarpinu Ali Asghar Ahmadi.

Kosningaþátttakan var mjög góð. Talið er að rúmlega 40 milljónir manna hafi kosið af þeim 56 milljónum sem eru á kjörskrá.

Rouhani, sem er 68 ára og gerði árið 2015 samning vegna kjarnorkuvopna við vesturveldin, hefur sagt að kosningarnar snúist um val á milli ríkra borgaralega réttinda og „öfgahyggju“.  

Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi, 56 ára, segist standa vörð um réttindi hinna fátæku og vill harðari stefnu í samskiptum við Vesturlönd.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert