Annar mótmælandi skotinn til bana

Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins fari frá völdum.
Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins fari frá völdum. AFP

Ungur maður var skotinn í til bana í mótmælum í Venesúela í gær. Alls hafa því 48 látist í mótmælum sem beinast gegn Nicolas Maduro, for­seta lands­ins, og rík­is­stjórn hans. Þetta er sjöunda vika mótmælanna og talið er að að minnsta kosti 200.000 manns hafi mótmælt í gær.

Maðurinn sem lést var skotinn í brjóstið. Hann var 23 ára gamall en auk hans særðist 18 ára piltur og 50 ára gömul kona.  

Í mótmælunum sem voru víðs vegar um landið í gær brutust út blóðug átök milli mótmælenda, lögreglu og hermanna. Í Caracas sem er í austurhluta Venesúela hafa 46 manns særst. Þar beitti lög­regl­an tára­gasi á hóp mót­mæl­enda. 

Mikill skortur er í landinu á bæði mat og nauðsynlegum lyfjum. 

Frá því mótmælin brutust út 1. apríl hafa hundruð manna særst og 2.200 hafa verið hnepptir í hald. Af þeim hefur 161 verið fangelsaður samkvæmt úrskurði herdómstóls landsins.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert