Hillary-þrepin á Everest hrunin

Göngugarpar nálgast tind Everest.
Göngugarpar nálgast tind Everest. AFP

Svokölluð Hillary-þrep á Everest-fjalli hrundu líklega í mannskæðum jarðskjálfta árið 2015. Þetta er þekktur hluti leiðarinnar og er nærri tólf metra hár klettaveggur sem var nærri toppi fjallsins. Þetta gerir fjallagörpum mögulega erfiðara fyrir að komast upp á topp. Breski fjallagarpurinn Tim Mosedale, sem komst á toppinn 16. maí, staðfesti þetta. BBC greinir frá.

Hillary-þrepin voru nefnd eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að fara þessa leið árið 1953. Hillary-þrepin eru í suðausturhluta toppsins.

Árið 2016 var óttast að þrepin hefðu hrunið en ekki var unnt að greina nákvæmlega frá því þar sem mikill snjór var á svæðinu.  

Skiptar skoðanir eru um það hvort þetta geri fjallagörpum auðveldara að komast upp á topp eða ekki.  

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir komst í nótt á topp Ev­erest-fjalls og varð þar með sjö­undi Íslend­ing­ur­inn sem nær þess­um merka áfanga. Hún komst á tind­inn um klukk­an 03:15 að ís­lensk­um tíma en gang­an frá fjórðu búðum á tind­inn tók ell­efu klukku­stund­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert