Kallar Trump steinaldarmann

Arnold Schwarzenegger lætur Trump heyra það.
Arnold Schwarzenegger lætur Trump heyra það. AFP

Hollywoodstjarnan Arnold Schwarzenegger, sem er einnig fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, gagnrýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að vilja efla kolaframleiðslu í Bandaríkjunum. Schwarzenegger segir að Trump vilji snúa aftur til þess tíma er menn óku um í hestakerrum.

„Hann er frá steinöld,“ sagði Schwarzenegger í samtali við AFP-fréttastofuna. 

Hann bætir við að hann hafi áhyggjur af fyrirætlunum Trumps í orkumálum sem snúist aðallega um nýtingu á jarðefnaeldsneyti og hvaða áhrif þær muni hafa á jörðina. 

„Hvað umhverfismál varðar er hann illa upplýstur,“ segir leikarinn. Hann bætir við að einn maður geti aftur á móti ekki eyðilagt jörðina – sérstaklega ekki leiðtogi sem er jafngagnlaus og Trump. 

„Frá því hann varð forseti hefur ekkert gerst. Ekki neitt,“ segir Schwarzenegger. 

„Þegar ég heyri að hann vilji færa kol aftur til vegs og virðingar erum við að taka skref aftur á bak. Það næsta sem hann vill gera er að fá hesta og hestakerrur aftur,“ sagði leikarinn sem ræddi við blaðamenn á kvikmyndahátíðinni sem fer fram í Cannes í Frakklandi. 

„Með eða án Trump verðum við að færast fram á við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert