Trump vill „einangra“ Íran

Donald Trump heldur ræðu sína.
Donald Trump heldur ræðu sína. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt þjóðir heimsins til að standa saman í því að „einangra“ Íran.

Hann sakaði stjórnvöld í landinu um að kveikja „þá elda sem loga vegna deilna á meðal sértrúarhópa og ógnar tengdri þeim“.

Donald Trump ásamt forystumönnum múslimaríkja á fundinum.
Donald Trump ásamt forystumönnum múslimaríkja á fundinum. AFP

„Þar til íranska ríkið er tilbúið að taka þrátt í friðarumleitunum þurfa allar samviskusamar þjóðir að standa saman í því að einangra það,“ sagði Trump í ræðu sem hann hélt fyrir tugi múslimaleiðtoga í Sádi-Arabíu.

Forsetinn lagði í gær af stað í fyrstu utanlandsferð sína sem forseti.

Donald Trump í Sádí-Arabíu.
Donald Trump í Sádí-Arabíu. AFP

Trump sagði í ræðu sinni að hann vildi koma á framfæri „skilaboðum sem fælu í sér vináttu, von og ást“.

Hann hvatti múslimaríki til að tryggja það að „hryðjuverkamenn eigi sér engan griðastað“ og greindi frá samkomulagi við ríki á Persaflóa um að berjast gegn því að öfgahópar fái fjármagn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Dúskar ekta þvottabjörn og silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum. Get sent myndir, fleiri litir ...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...