Trump vill „einangra“ Íran

Donald Trump heldur ræðu sína.
Donald Trump heldur ræðu sína. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt þjóðir heimsins til að standa saman í því að „einangra“ Íran.

Hann sakaði stjórnvöld í landinu um að kveikja „þá elda sem loga vegna deilna á meðal sértrúarhópa og ógnar tengdri þeim“.

Donald Trump ásamt forystumönnum múslimaríkja á fundinum.
Donald Trump ásamt forystumönnum múslimaríkja á fundinum. AFP

„Þar til íranska ríkið er tilbúið að taka þrátt í friðarumleitunum þurfa allar samviskusamar þjóðir að standa saman í því að einangra það,“ sagði Trump í ræðu sem hann hélt fyrir tugi múslimaleiðtoga í Sádi-Arabíu.

Forsetinn lagði í gær af stað í fyrstu utanlandsferð sína sem forseti.

Donald Trump í Sádí-Arabíu.
Donald Trump í Sádí-Arabíu. AFP

Trump sagði í ræðu sinni að hann vildi koma á framfæri „skilaboðum sem fælu í sér vináttu, von og ást“.

Hann hvatti múslimaríki til að tryggja það að „hryðjuverkamenn eigi sér engan griðastað“ og greindi frá samkomulagi við ríki á Persaflóa um að berjast gegn því að öfgahópar fái fjármagn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Þurrkari
...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...