Trump vill „einangra“ Íran

Donald Trump heldur ræðu sína.
Donald Trump heldur ræðu sína. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt þjóðir heimsins til að standa saman í því að „einangra“ Íran.

Hann sakaði stjórnvöld í landinu um að kveikja „þá elda sem loga vegna deilna á meðal sértrúarhópa og ógnar tengdri þeim“.

Donald Trump ásamt forystumönnum múslimaríkja á fundinum.
Donald Trump ásamt forystumönnum múslimaríkja á fundinum. AFP

„Þar til íranska ríkið er tilbúið að taka þrátt í friðarumleitunum þurfa allar samviskusamar þjóðir að standa saman í því að einangra það,“ sagði Trump í ræðu sem hann hélt fyrir tugi múslimaleiðtoga í Sádi-Arabíu.

Forsetinn lagði í gær af stað í fyrstu utanlandsferð sína sem forseti.

Donald Trump í Sádí-Arabíu.
Donald Trump í Sádí-Arabíu. AFP

Trump sagði í ræðu sinni að hann vildi koma á framfæri „skilaboðum sem fælu í sér vináttu, von og ást“.

Hann hvatti múslimaríki til að tryggja það að „hryðjuverkamenn eigi sér engan griðastað“ og greindi frá samkomulagi við ríki á Persaflóa um að berjast gegn því að öfgahópar fái fjármagn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...