Varaður við að skapa svarta söguhetju

Rithöfundurinn Anthony Horowitz.
Rithöfundurinn Anthony Horowitz.

Rithöfundurinn Anthony Horowitz var „varaður við því“ að hafa eina söguhetju í væntanlegri bók sinni svarta því það væri „óviðeigandi“ fyrir hvítan rithöfund að gera slíkt. Ritstjóri forlagsins varaði hann við því. BBC greinir frá.  

Rithöfundurinn hefur skrifað fjölmargar bækur og er þekktur fyrir unglingabækur sínar um hinn unga njósnara Alex Rider.

Í nýrri barnabók langaði hann að hafa bæði svarta og hvíta söguhetju. „Ég verð hreinlega að velta því fyrir mér hvort þessi nýja söguhetja geti verið svört eða hvít,“ sagði hann við Mail on Sunday.

Hann hefur margsinnis sagt að ekki nógu margar söguhetjur í bókmenntum endurspegluðu ólíka kynþætti.

Hann sagði jafnframt að margir Bandaríkjamenn telji það ekki við hæfi fyrir hvítt fólk að skrifa um svarta söguhetju í verkum sínum vegna þess að það þekkir ekki reynsluheim svartra. Þar af leiðandi gætu hvítir ekki skrifað um svarta því slíkt teldist til „hættusvæðis“. 

Horowitz er alls ekki sammála þessu. „Ef ég ætti að taka þetta alla leið þá ættu allar söguhetjur mínar að vera hvítir 62 ára gamlir karlmenn sem eru gyðingatrúar.“

Fyrsta bókin í bókaflokki um njósnarann Alex Rider.
Fyrsta bókin í bókaflokki um njósnarann Alex Rider.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert