Lést við að bjarga syni sínum

Wikipedia

Karlmaður lét lífið í suðvesturhluta Þýskalands í gær þegar hann reyndi að bjarga syni sínum sem féll í vatnið Illmensee. Maðurinn, sem var 25 ára gamall, hafði farið með þremur börnum sínum í bátsferð á vatninu í árabát en skömmu eftir að báturinn fór frá landi féll þriggja ára sonur mannsins fyrir borð samkvæmt fréttavefnum Thelocal.de.

Fram kemur í fréttinni að maðurinn hafi stokkið í vatnið eftir syni sínum á meðan fólk í landi fór eftir hjálp. Karlmaður á sextugsaldri stökk einnig í vatnið og synti í áttina að drengnum. Mönnunum tveimur tókst síðan að koma honum upp í bátinn á nýjan leik. Faðirinn hvarf þá í vatnið og gat hinn maðurinn ekki fundið hann. 

Kafarar sem komu á staðinn fundu manninn um 40 mínútum síðar og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Að sögn lögreglu lést hann á leið á sjúkrahús. Drengurinn var einnig fluttur á sjúkrahús en að sögn lækna varð honum ekki meint af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert