Segja Íhaldsflokknum ekki treystandi

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virðist hafa gert breytingar á umdeildu kosningaloforði Íhaldsflokksins um greiðsluþátttöku aldraðra vegna umönnunar þeirra.

May var harðlega gagnrýnd í kjölfar ræðu í Wales þar sem hún tilkynnti um þak á greiðsluþátttökuna, án þess að útskýra það nánar.

Forsætisráðherrann hefur neitað að um stefnubreytingu sé að ræða en í upphaflegum tillögum flokksins var ekki rætt um þak á það hvað hver og einn þyrfti að borga, sem kallaði á ásakanir þess efnis að fólk yrði mögulega látið selja eigur sínar til að greiða fyrir þjónustuna.

Verkamannaflokkurinn segir málið til marks um veika forystu Íhaldsflokksins og að flokknum sé ekki treystandi til að leiða Brexit-viðræðurnar, sem hefjast líklega að loknum þingkosningunum í júní.

Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Ukip, hefur einnig notað tækifærið til að sparka í May.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert