Tvisvar á toppi Everest á einni viku

Anshu Jamsenpa á toppi Everest.
Anshu Jamsenpa á toppi Everest. Ljósmynd/Skjáskot

Hin indverska Anshu Jamsenpa setti met er hún varð fyrsta konan til að fara upp á topp Everest tvisvar á einni viku. Jamsenpa stóð á toppnum dagana 16. og 21. maí að því er ferðamálaráð Nepal greinir frá.

Jamsenpa, sem er tveggja barna móðir, hafði áður sett kvennamet fyrir tvær ferðir á topp Everest með skömmu millibili. Árið 2011 fór hún á toppinn í tvígang með 10 daga millibili og er það met skráð í heimsmetabækur Guinness. Það met var slegið árið síðar af hinni nepölsku Chhurim Sherpa.

Eiginmaður hennar, Tsering Wange, sagði í samtali við BBC að Jamsenpa hefði alltaf stefnt á að endurtaka leikinn en að snjóflóðið árið 2014 og jarðskjálftinn 2015 hefðu stöðvað fyrri tilraunir hennar.

Þrír fjall­göngu­menn fór­ust á Ev­erest um helg­ina og eins er saknað sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yf­ir­völd­um í Nepal. Jafn­framt hef­ur þurft að bjarga á ann­an tug fjall­göngu­manna af fjall­inu síðustu þrjá daga. Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir náði hins veg­ar tak­marki sínu aðfaranótt sunnu­dags og stóð á toppi Ev­erest. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert