Fordæmir „skelfilega hryðjuverkaárás“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi „skelfilega hryðjuverkaárás“ við Manchester Arena-tónleikahöllina í Manchester í kvöld. Í tilkynningu frá Downing-stræti 10 segir að unnið sé að því að fá nákvæmari mynd af því sem lögreglan telji vera hryðjuverkaárás.

Lögreglan hefur staðfest að 19 manns hafi látist í sprengingu sem varð rétt við höllina og 50 til viðbótar hafi særst. Í höllinni fóru fram tónleikar söngkonunnar Ariana Grande, en fjöldi barna og unglinga var meðal gesta á tónleikunum.

Hefur May kallað saman fund hjá COBRA, viðbragðsnefnd breska ríkisins, strax á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert