Kosningabaráttunni frestað

Klukkuturninn Big Ben og Westminster-þinghúsið eru meðal kennileita Lundúna.
Klukkuturninn Big Ben og Westminster-þinghúsið eru meðal kennileita Lundúna. AFP

Leiðtogar bresku stjórnmálaflokkanna hafa sammælst um að fresta kosningabaráttunni ótímabundið vegna árásarinnar í Manchester í gærkvöldi. 

Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, greindi frá því að hann hafi rætt við forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins, Theresu May, um að gera hlé á baráttu flokkanna fyrir komandi þingkosningar 8. júní.  

Bætt við klukkan 5:56:

Paul Nuttall, leiðtogi Ukip og þingmaður á Norðvestur-Englandi, hefur staðfest við breska fjölmiðla að flokkur hans hafi ákveðið að gera hlé á kosningabaráttunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert