Mega eiga von á frekari árásum

Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, varaði við því í dag að vestræn ríki mættu eiga von á frekari hryðjuverkum eins og árásinni sem gerð var í borginni Manchester í Bretlandi í gærkvöldi sem kostaði 22 manns lífið.

Gates, sem var varnarmálaráðherra í ríkisstjórnum Georges W. Bush og Baracks Obama, sagði að búast mætti við því að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams legðu aukna áherslu á hryðjuverk á alþjóðavísu samhliða því sem þau misstu fótfestu í Sýrlandi og Írak.

Ráðherrann fyrrverandi lét ummælin falla á ráðstefnu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Benti hann á að þótt liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hörfuðu í Sýrlandi og Írak þýddi það ekki að þeir hefðu misst sannfæringu sína um að ráðast yrði á „krossfarana“.

„Það þýðir einungis að þeir muni breyta um aðferðir,“ sagði Gates en tekist hefur að hrekja liðsmenn Ríkis íslams frá nær öllum helstu vígum þeirra í Sýrlandi og Írak. Búist er við að sókn gegn hryðjuverkasamtökunum í sýrlensku borginni Raqa hefjist á næstu mánuðum.

Gates segir að rétt eins og hryðjuverkasamtökin al-Kaída hefðu færst í aukana í kjölfar þess að fyrrverandi leiðtogi þeirra, Osama bin Laden, var drepinn árið 2011 ætti Ríki íslams eftir að verða bæði virkara og árásargjarnara gagnvart skotmörkum á Vesturlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Erro
...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...