Mega eiga von á frekari árásum

Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, varaði við því í dag að vestræn ríki mættu eiga von á frekari hryðjuverkum eins og árásinni sem gerð var í borginni Manchester í Bretlandi í gærkvöldi sem kostaði 22 manns lífið.

Gates, sem var varnarmálaráðherra í ríkisstjórnum Georges W. Bush og Baracks Obama, sagði að búast mætti við því að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams legðu aukna áherslu á hryðjuverk á alþjóðavísu samhliða því sem þau misstu fótfestu í Sýrlandi og Írak.

Ráðherrann fyrrverandi lét ummælin falla á ráðstefnu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Benti hann á að þótt liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hörfuðu í Sýrlandi og Írak þýddi það ekki að þeir hefðu misst sannfæringu sína um að ráðast yrði á „krossfarana“.

„Það þýðir einungis að þeir muni breyta um aðferðir,“ sagði Gates en tekist hefur að hrekja liðsmenn Ríkis íslams frá nær öllum helstu vígum þeirra í Sýrlandi og Írak. Búist er við að sókn gegn hryðjuverkasamtökunum í sýrlensku borginni Raqa hefjist á næstu mánuðum.

Gates segir að rétt eins og hryðjuverkasamtökin al-Kaída hefðu færst í aukana í kjölfar þess að fyrrverandi leiðtogi þeirra, Osama bin Laden, var drepinn árið 2011 ætti Ríki íslams eftir að verða bæði virkara og árásargjarnara gagnvart skotmörkum á Vesturlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd, Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alina...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Bækur til sölu
Eylenda 1-2, Úlfljótur ‘47-’70. ib, Grettissaga 1946, Sagnahver Bj. Bj., Viðfi...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...