Playboy-stjarna dæmd fyrir myndbirtingu

Hér má sjá myndina sem Mathers birti á Snapchat.
Hér má sjá myndina sem Mathers birti á Snapchat.

Play­boy-fyr­ir­sæt­an Dani Mat­h­ers hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi eða 30 daga samfélagsþjónustu fyrir að hafa tekið mynd og gert grín að vaxt­ar­lagi konu í bún­ings­klefa og birt á sam­fé­lags­miðlum.

Mathers var ákærð af lögreglunni í Los Angeles á síðasta ári fyr­ir brot á lög­um um friðhelgi einka­lífs, en dómur í málinu féll í dag. Mynd­in var tek­in í bún­ings­klefa af 70 ára gam­alli konu í lík­ams­rækt­ar­stöð í Los Ang­eles, án vit­und­ar kon­unn­ar, og birt á sam­fé­lags­miðlum.

Mat­h­ers baðst af­sök­un­ar fljót­lega eft­ir að hún deildi mynd­inni en hún seg­ist hafa talið sig vera að deila mynd­inni í lokuðu sam­tali á Snapchat og bætti við að hún teldi rangt að dæma fólk út frá vaxt­ar­lagi.

Mathers verður auk þess á skilorði í þrjú ár og má ekki taka myndir af fólki eða birta þær á netinu nema með samþykki viðkomandi. Eftir að málið kom upp í fyrra var Mat­h­ers bannaður aðgang­ur að öll­um lík­ams­rækt­ar­stöðvum keðjunn­ar sem um ræðir, sagt upp störf­um á út­varps­stöðinni þar sem hún starfaði og sætti mik­illi gagn­rýni í net­heim­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert