Sökuð um að smygla tæknibúnaði

AFP

Kona var handtekin í dag í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum sökuð um að ætla að smygla tæknibúnaði til heimalands síns Kína en um er að ræða fjárskiptabúnað ætlaðan til notkunar í geimnum. Einnig er um að ræða búnað ætlaðan til hernaðar.

Konan, sem heitir Si Chen og er 32 ára gömul samkvæmt frétt AFP, er sökuð um að hafa á tímabilinu frá mars 2013 og fram í desember 2015 fjárfest í og smyglað tæknibúnaði upp á rúmlega 100 þúsund dollara án þess að fá til þess viðeigandi útflutningsleyfi í samræmi við alríkislög. Um er að ræða brot á lögum sem ætlað er að tryggja að slíkur búnaður lendi ekki í röngum höndum.

Verði konan dæmd sek gæti það þýtt allt að 150 ára fangelsi en ákæruliðirnir gegn henni eru fjórtán talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert