Bað móður sína að fyrirgefa sér

Salman Abedi var 22 ára.
Salman Abedi var 22 ára.

Salm­an Abedi, sem er grunaður um að hafa sprengt sjálf­an sig í loft upp á tón­leik­un­um í Manchester á mánu­dag þar sem 22 manns fór­ust, hringdi í móður sína nokkrum klukkustundum fyrir árásina. Bað hann hana að fyrirgefa sér. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir líbískum embættismanni.

Að sögn móður Salmans yfirgaf hann Líbíu fjórum dögum fyrir árásina. Segir hún hann svo hafa hringt í hana daginn sem árásin var gerð og sagt að það væri komið að hans kveðjustund. 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Líbíu hafa móðir og systkini Salmans verið kölluð til í skýrslutökur í kjölfar árásarinnar. Tveir bræður hans og faðir hafa verið handteknir af ör­ygg­is­lög­regl­unni í Líb­íu en full­yrt er að annar bróðir­inn, Hashem Abedi, hafi vitað allt um áformin. 

Hashem er grunaður um tengsl við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams sem lýst hafa yfir ábyrgð sinni á árás­inni. Líb­íska ör­ygg­is­lög­regl­an telji að hann hafi enn frem­ur sjálf­ur haft áform um hryðju­verk.

Sjö hafa verið handteknir í Bretlandi í kjölfar árásarinnar og hefur breska lögreglan m.a. fundið búnað til sprengju­gerðar í víðtæk­um hús­leit­um í Manchester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert