Sprengjusveit að störfum í Manchester

Breskir lögreglumenn.
Breskir lögreglumenn. AFP

Sprengjusveit bresku lögreglunnar hefur verið kölluð að Linby-götu í úthverfi Manchester. „EOD er komin á staðinn,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Sveitin er að bregðast við símtali.

Búið er að loka öllum götum í nágrenninu.

Hermenn hafa einnig verið sendir á vettvang. 

Að sögn lögreglunnar er of snemmt að segja til um hvort atvikið tengist hryðjuverkaárásinni í Manchester á mánudaginn.

Viðbúnaðurinn er við götuna Linby í hverfinu Hulme. 

Uppfært kl. 10.28:

Sprengjusveitin var kölluð á staðinn vegna grunsamlegs pakka. Hún var kölluð að Linby-götu í Hulme, ekki að framhaldsskóla í Trafford. Engin hætta mun vera á ferðum, samkvæmt Twitter-síðu lögreglunnar. 

Áður kom fram að sprengjusveitin hafi verið kölluð að framhaldsskóla í Trafford. Það reyndist ekki rétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert