Talin hafa verið látin í tvo mánuði

Wikipedia

Eldri hjón fundust látin á heimili sínu á Mallorca á Spáni á þriðjudaginn og er talið að þau hafi verið látin í að minnsta kosti tvo mánuði. Líkin voru illa farin og báru merki þess að hafa verið étin af fimm hundum hjónanna samkvæmt frétt Thelocal.es.

Lögreglan telur að karlmaðurinn hafi látist fyrst og konan, sem var með alzheimer-sjúkdóminn og gat ekki séð um sig sjálf, nokkrum dögum síðar en þau voru bæði 75 ára gömul og bjuggu á afskekktu sveitasetri í útjaðri bæjarins Llucmajor ásamt fimm hundum sínum. 

Talið er að þrír hundanna hafi lifað af með því að leggja lík hjónanna sér til munns en að hinir tveir hafi drepist úr hungri þar sem þeir voru bundnir fyrir utan húsið. Eitt af börnum hjónanna uppgötvaði lík þeirra eftir að hafa komið við þar sem þau höfðu ekki svarað í símann.

Rannsókn á líkunum bendir til þess að hjónin hafi látist af náttúrulegum orsökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert