Stakk öldruð hjón til bana

Frá Norður-Írlandi.
Frá Norður-Írlandi. AFP

Öldruð hjón á Norður-Írlandi voru stungin til bana á heimili sínu. Talið er að hjónin hafi orðið vör við innbrotsþjóf og hann hafi þá ráðist á þau og drepið. Tengdadóttir hjónanna, sem bæði voru 83 ára gömul, kom að þeim látnum.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að árásin hafi átt sér stað í gær og að karlmaður á fertugsaldri hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt hjónin. Hann var handtekinn skammt frá vettvangi.

Lögreglan hefur ekki staðfest þá kenningu að um innbrot hafi verið að ræða og hefur heldur ekki upplýst hvort hinn handtekni tengist hjónunum með einhverjum hætti. Ljóst er að bíl hjónanna var stolið úr innkeyrslunni um svipað leyti. Hann er nú fundinn.

Rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir rannsókninni segir að árásin hafi verið „hrottafengin“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert