Ekki hægt að stóla á Bandaríkin og Bretland

Merkel og Trump talast við á fundi G7-ríkjanna.
Merkel og Trump talast við á fundi G7-ríkjanna. AFP

Evrópa getur ekki lengur reitt sig fullkomlega á Bandaríkin og Bretland sem bandamenn, í kjölfar kjörs Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta og brottgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta segir Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Hún segist vilja vinsamleg stjórnmálatengsl við bæði ríkin, auk Rússlands, en að nú þurfi Evrópa að berjast fyrir eigin framtíð.

Ummæli hennar koma í kjölfar G7-fundarins, þar sem ekki náðist að fá öll ríkin til að skuldbinda sig við Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum, sem gert var í desember árið 2015. Merkel hefur áður sagt að viðræðurnar hafi verið mjög erfiðar.

„Tíminn, þar sem við gátum fullkomlega reitt okkur á aðra, er á útleið. Ég hef upplifað það á undanförnum dögum,“ sagði Merkel við viðstadda á framboðsfundi í Munchen í dag.

Samband Þýskalands og Frakklands sagði hún þá verða að vera í forgangi, samkvæmt umfjöllun BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert