Lík rak á land á Fjóni

Svendborg er syðst á Fjóni.
Svendborg er syðst á Fjóni. Kort/Google Maps

Lík fannst í sjónum við Svendborg á Fjóni í Danmörku í dag. Lögreglan hefur ekki enn borið kennsl á líkið en talið er að það sé af fimmtán ára pilti sem hvarf á svæðinu um síðustu helgi. „Þetta gæti verið hann,“ sagði lögreglustjórinn Torben Jakobsen í samtali við TV2 í morgun.

Drengurinn var ásamt föður sínum og bróður að leika sér í fjörunni fyrir átta dögum, að sögn lögreglunnar. Drengurinn hvarf skyndilega sjónum og er talið að sterkir hafstraumar hafi hrifsað hann með sér. 

Björgunarlið hefur leitað hans síðan. Meðal annars hafa kafarar verið á vettvangi. 

Frétt Danska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert