Þriðja skotið á þremur vikum

AFP

Norður-Kórea skaut þriðja eldflaugaskotinu á þremur vikum í nótt en Scud-flaugin hafnaði í Japanshafi eftir um það bil 450 km flug. 

Öll eldflaugaskotin þrjú hafa heppnast og þykir það til marks um að yfirvöld í N-Kóreu séu að ná árangri í framleiðslu á eldflaugum sem eiga að bera kjarnaodda.

Samkvæmt herafla Bandaríkjamanna á Kyrrahafi var flauginni skotið frá Wonsan í Norður-Kóreu og flaug hún í um sex mínútur áður en hún hafnaði í hafinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert