16 létu lífið í ísbúð

Árásin var gerð á eftirsótta ísbúð.
Árásin var gerð á eftirsótta ísbúð. AFP

Að minnsta kosti 16 létu lífið og 75 særðust í sjálfsmorðsárás í vinsælli ísbúð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Ríki íslams hefur lýst árásinni á hendur sér. Árásinni var beint gegn sjíamúslimum. 

Fjölmörg fórnarlambanna voru börn og konur. Árásin var gerð nokkrum dögum eftir að ramadan, föstumánuður múslima, hófst. Þegar föstunni lýkur fara margir út úr húsi seint á kvöldin til að hittast og versla og voru því margir á ferli þegar árásin var gerð.

Árásarmaðurinn var í sprengivesti og ók inn í mannfjöldann.   

Frá árinu 2014 hafa að minnsta kosti 320 manns látið lífið í árásum Ríkis íslams á þessu landsvæði í Bagdad.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert