Noriega látinn

Manuel Antonio Noriega árið 1988.
Manuel Antonio Noriega árið 1988. AFP

Manuel Antonio Noriega, sem tók við völdum í Panama árið 1983 en Bandaríkjaher vék frá völdum árið 1989, lést í Panamaborg í gær. Hann var 83 ára þegar hann lést. 

Noriega lést á sjúkrahúsi þar sem heilaæxli var fjarlægt úr höfði hans en hann hefur setið í fangelsi meira og minna frá árinu 1989. Fyrst í Bandaríkjunum, svo Frakklandi og að lokum í Panama.

Noriega starfaði um tíma fyr­ir banda­rísku leyniþjón­ust­una en var steypt af stóli þegar Banda­ríkja­menn réðust inn í landið. Ein­ræðis­herr­ann virt­ist þá hafa gengið Sov­ét­ríkj­un­um á hönd, þegar kalda stríðið stóð sem hæst.

Hann sneri aftur til Panama árið 2011 þegar franskur dómstóll ákvað að verða við beiðni stjórnvalda í Panama um að senda Noriega heim. Þar beið hans 20 ára dómur fyrir morð, spillingu og fjársvik sem hann framdi í stjórnartíð sinni, sem stóð frá 1983 til 1989.

Noriega var sakaður um að hafa breytt Panama í miðstöð fíkniefnaviðskipta og sat hann á bak við lás og slá í Bandaríkjunum í 20 ár eftir að hafa verið fundinn sekur.

Árið 2010 var hann framseldur til Frakklands þar sem hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir peningaþvætti, en hann var sakfelldur fyrir að þvætta fé frá kólumbískum eiturlyfjasamtökum í gegnum franska banka.

Grein um Noriega 

Manuel Noriega árið 2011.
Manuel Noriega árið 2011. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert